
Launaþjónustan
Launaþjónustan Launavinnslan ehf. var stofnuð haustið 2025 með það að markmiði að þjónusta fyrirtæki sem hafa hag af því að útvista launavinnslu sinni. Launaþjónustan er persónuleg launaþjónusta og kjararáðgjöf sem leggur kapp á góða og hagkvæma þjónustu, sérsniðna að þörfum viðskiptavina sinna.
Launaþjónustan veitir sérhæfða launaþjónustu með því að leigja fyrirtækjum til þjónustu þeirra eigin persónulega launasérfræðing. Launaþjónustan veitir örugga og faglega launaþjónustu og launavinnslu og vinnur einungis með örugg kerfi sem tryggja öryggi gagna og trúnað.
Launasérfræðingur Launaþjónustunnar léttir af viðskiptavinum sínum tímafrekum rekstrarverkefnum svo þeir hafi meiri tíma til að sinna því sem mestu máli skiptir í þeirra rekstri. Launasérfræðingurinn þekkir öll helstu launa- og tímaskráningarkerfi, vinnur náið með viðskiptavinum og aðlagar lausnir eftir þeirra þörfum.
Drifin áfram af gildunum!
Hjá Launaþjónustunni eru fagmennska, áreiðanleiki og nákvæmni leiðarljós í allri starfsemi. Þessi gildi móta hvernig við nálgumst hvert verkefni, frá fyrstu ráðleggingu til afhendingar. Við vinnum markvisst að því að skila vandaðri lausn, halda loforðum okkar og hafa sífellt auga fyrir smáatriðum. Við trúum því að traust og gæði séu undirstaða farsællar þjónustu.


Fagmennska
Verkefnin leyst af fagmennsku og virðingu | Við leitum stöðugt framúrskarandi lausna og höfum metnað fyrir faglegri framkomu og þekkingu.

Áreiðanleiki
Við segjum það sem við gerum og gerum það sem við segjum | Tímasetningar, samskipti og ábyrgð eru grunnstoðir í öllum verkefnum.

Nákvæmni
Við vinnum af nákvæmni og kostgæfni í öllum verkþáttum | Hvert smáatriði er skoðað vandlega svo niðurstaðan uppfylli háar kröfur um gæði og réttan frágang.
Hver er á bak við þjónustuna?
Hittu manneskjuna á bak við Launaþjónustuna Launavinnslan ehf. | Sigrún er drífandi og metnaðarfullur sérfræðingur í launa- og kjaramálum með víðtæka reynslu af heildarumsjón launavinnslu | Sigrún hefur m.a. byggt upp og leitt launadeild, einfaldað verkferla í launavinnslu, innleitt mannauðs‑ og launakerfi, annast viðveruskráningarkerfi og alla launatengda gagnavinnslu og upplýsingagjöf til lögbundinna aðila, stjórnenda og endurskoðenda | Sigrún er í góðum tengslum við aðila vinnumarkaðarins, hefur leitt samningaviðræður og tekið virkan þátt í gerð og eftirfylgni kjara- og stofnanasamninga | Auk þess sem hún hefur víðtæka reynslu í ráðgjöf til starfsfólks og stjórnenda um kjör og réttindi | Sigrún er staðráðin í að hjálpa þínu fyrirtæki að leysa kjaramálin og launavinnsluna á hagkvæman, réttan og öruggan hátt – Tímanlega.

Sigrún Ösp Sigurjónsdóttir
Framkvæmdastjóri, sérfræðingur og eigandi Launaþjónustunnar
Komdu í viðskipti!
Vill þitt fyrirtæki greiða starfsfólki sínu rétt laun mánaðarlega á skilvirkari og hagkvæmari hátt? Flest fyrirtæki geta gert ráð fyrir umtalsverðum sparnaði með útvistun launavinnslunnar. Hafðu samband við okkur hjá Launaþjónustunni til að fá nánari upplýsingar.