Skip to content

Sérverkefni og ráðgjöf

Sérverkefni og ráðgjöf tengd kjara- og réttingamálum eru einnig í boði hjá Launaþjónustunni. Á meðal sérverkefna launaþjónustunnar eru verkefni og ráðgjöf tengd jafnlaunavottun, samlestur kjarasamninga, viðbóta, fylgiskjala og bókana fyrir fyrirtæki og stéttarfélög, greiningar og skýrslugerð um launatölfræði til stjórnenda og gagnaskil vegna launakannana sem ekki eru lögbundnar. Ráðgjöf launaþjónustunnar felst m.a. í að svara fyrirspurnum starfsfólks um laun, orlof, réttindi o.fl. og veita ráðgjöf til mannauðsfólks og stjórnenda um kjara- og réttindamál.

Launaþjónustan býður einnig upp á þjónustuleiðina Launasérfræðingur til leigu fyrir fyrirtæki sem vilja bæði launavinnslu og ráðgjöf.

Launaþjónustan ehf.

Launavinnsla

Launavinnslan felur í sér alla þá vinnu sem þarf til að tryggja að starfsfólk fái rétt greidd laun á réttum tíma og að öll lögbundin gjöld og skil séu í lagi.

Kjarasamningar

Aðstoð við túlkun og ráðgjöf um framkvæmd kjarasamninga | Uppfærsla á kjörum samkvæmt kjarasamningum og lögum þegar breytingar verða.

Jafnlaunavottun

Ráðgjöf vegna jafnlaunavottunar sem tryggir að málsmeðferð og ákvörðun í launamálum feli ekki í sér kynbundna mismunun.

Viltu vita meira?