Launavinnsla
Launavinnsla Launaþjónustunnar felur í sér alla þá vinnu sem þarf til að tryggja að starfsfólk fái rétt greidd laun á réttum tíma og að öll lögbundin gjöld og skil séu í lagi.
Launaþjónustan veitir sérhæfða launaþjónustu sem býður örugga og faglega launavinnslu. Launaþjónustan vinnur einungis með örugg kerfi sem tryggja öryggi gagna og trúnað. Launaþjónustan fylgir lögum og kjarasamningum eins og þeir eru á hverjum tíma og uppfærir launakerfi tímanlega þegar breytingar verða þar á, ásamt því að upplýsa viðskiptavini með fyrirvara.
Launaþjónustan þekkir öll helstu launa- og tímaskráningarkerfi, vinnur náið með viðskiptavinum og aðlagar lausnir eftir þeirra þörfum. Launasérfræðingur Launaþjónustunnar býr yfir mikilli sérhæfingu og vinnur verkefnin af nákvæmni sem minnkar líkur á kostnaðarsömum og tímafrekum villum í launavinnslu og skilum.

Sérverkefni og ráðgjöf
Sérverkefni og ráðgjöf tengd kjara- og réttingamálum eru einnig í boði hjá Launaþjónustunni. Á meðal sérverkefna launaþjónustunnar eru verkefni og ráðgjöf tengd jafnlaunavottun, samlestur kjarasamninga, viðbóta, fylgiskjala og bókana fyrir fyrirtæki og stéttarfélög, greiningar og skýrslugerð um launatölfræði til stjórnenda og gagnaskil vegna launakannana sem ekki eru lögbundnar. Ráðgjöf launaþjónustunnar felst m.a. í að svara fyrirspurnum starfsfólks um laun, orlof, réttindi o.fl. og veita ráðgjöf til mannauðsfólks og stjórnenda um kjara- og réttindamál.
Launaþjónustan býður einnig upp á þjónustuleiðina Launasérfræðingur til leigu fyrir fyrirtæki sem vilja bæði launavinnslu og ráðgjöf.


Launavinnsla
Launavinnslan felur í sér alla þá vinnu sem þarf til að tryggja að starfsfólk fái rétt greidd laun á réttum tíma og að öll lögbundin gjöld og skil séu í lagi.

Kjarasamningar
Aðstoð við túlkun og ráðgjöf um framkvæmd kjarasamninga | Uppfærsla á kjörum samkvæmt kjarasamningum og lögum þegar breytingar verða.

Jafnlaunavottun
Ráðgjöf vegna jafnlaunavottunar sem tryggir að málsmeðferð og ákvörðun í launamálum feli ekki í sér kynbundna mismunun.
Launasérfræðingur til leigu
Hjá Launaþjónustunni geta fyrirtæki leigt sinn eigin persónulega launasérfræðing. Sum fyrirtæki sjá ekki hag sinn í að hafa launasérfræðing í fullu starfi | Launasérfræðingur Launaþjónustunnar getur þá verið góð lausn | Hafðu samband og við sérsníðum leiguna að þínum þörfum | Launaþjónustan er þinn persónulegi launasérfræðingur!
Launavinnsla er tímafrek og flókin — Launaþjónustan tekur hana af höndum þér svo þú getir einbeitt þér að vexti fyrirtækisins. Launavinnsla Launaþjónustunnar er ódýrari og skilvirkari en að reka eigin launadeild í meðalstóru fyrirtæki.
Viltu vita meira?
Vill þitt fyrirtæki greiða starfsfólki sínu rétt laun mánaðarlega á skilvirkari og hagkvæmari hátt? Flest fyrirtæki geta gert ráð fyrir umtalsverðum sparnaði með útvistun launavinnslunnar. Hafðu samband við okkur hjá Launaþjónustunni til að fá nánari upplýsingar.