
Rétt laun, tímanlega með Launaþjónustunni
Sparaðu tíma og peninga með því að útvista launavinnslunni til Launaþjónustunnar. Það getur verið bæði hagkvæmt og skilvirkt fyrir fyrirtæki að kaupa utanaðkomandi þjónustu í launavinnslu. Launaþjónustan býður alhliða þjónustu í launa- og kjaramálum á hagstæðu verði fyrir þitt fyrirtæki, svo þú getir treyst á rétt laun, tímanlega í gegnum launaþjónustu. Launaþjónustan er þinn persónulegi launasérfræðingur.


Gildin
Hjá Launaþjónustunni eru fagmennska, áreiðanleiki og nákvæmni leiðarljós í allri starfsemi.

Fagmennska
Verkefnin leyst af fagmennsku og virðingu | Við leitum stöðugt framúrskarandi lausna og höfum metnað fyrir faglegri framkomu og þekkingu.

Áreiðanleiki
Við segjum það sem við gerum og gerum það sem við segjum | Tímasetningar, samskipti og ábyrgð eru grunnstoðir í öllum verkefnum.

Nákvæmni
Við vinnum af nákvæmni og kostgæfni í öllum verkþáttum | Hvert smáatriði er skoðað vandlega svo niðurstaðan uppfylli háar kröfur um gæði og réttan frágang.
Launaþjónustan
Allt frá alhliða launavinnslu og kjararáðgjöf til greininga á launatölfræði sem getur verið gagnleg fyrir stjórnendur við daglegan rekstur og mikilvæga ákvarðanatöku. Heyrðu í okkur! Könnum saman hvort við getum ekki hjálpað þér að greiða starfsfólki rétt laun, tímanlega og á hagkvæmari hátt.

Launavinnsla
Launavinnsla Launaþjónustunnar felur í sér alla þá vinnu sem þarf til að tryggja að starfsfólk fái rétt greidd laun á réttum tíma og að öll lögbundin gjöld og skil séu í lagi.

Sérverkefni og ráðgjöf
Launaþjónustan vinnur ýmis sérverkefni tengd kjara- og réttindamálum auk þess sem hún veitir ráðgjöf til mannauðsfólks og stjórnenda í þeim málefnum.

Launasérfræðingur til leigu
Launaþjónustan býður einnig upp á þjónustuleiðina Launasérfræðingur til leigu fyrir fyrirtæki sem vilja bæði launavinnslu og ráðgjöf.
Komdu í viðskipti!
Vill þitt fyrirtæki greiða starfsfólki sínu rétt laun mánaðarlega á skilvirkari og hagkvæmari hátt? Flest fyrirtæki geta gert ráð fyrir umtalsverðum sparnaði með útvistun launavinnslunnar. Hafðu samband við okkur hjá Launaþjónustunni til að fá nánari upplýsingar.